Helstu upplýsingar
Það sem þú finnur hér gæti komið þér á óvart og veitt þér innblástur. Inntak námsins#Svör við helstu spurningum
Leiðbeiningar og helstu meginatriði námsins
Gjaldtaka og gildistími eininga
Allir aldurshópar geta skráð sig í námið. Námsgjald verður að greiða áður en nám hefst. Námsgjaldið er innheimt rafrænt/með kreditkorti. Hver eining kostar 3000 krónur. Nemendur gefa upp nauðsynlegar upplýsingar á skráningarformið og um leið og skráningu eru lokið fá nemendur sent aðgangsorð inn á námsvefinn (Moodle).
Gjöld fyrir áfanga gilda aðeins fyrir eina lotu og þau verða ekki endurgreidd. Lota hverrar einingar telst vara í u.þ.b. 18 vikur. Að þeim tíma loknum lokast aðgangur nemanda að einingunni. Fyrir upptökupróf, ef nemandi stenst ekki próf, er greitt sérstaklega. Að jafnaði er einungis heimilt að þreyta próf þrisvar sinnum í hverjum áfanga.
Styttri námstími
Ein námseining Fein er miðuð við þriggja daga vinnu nemandans í 6 – 8 klukkustundir á dag. Inni í þessari mælingu er öll vinna nemandans við eininguna, líka prófaundirbúningur.
Það eru engar kvaðir varðandi einingafjölda. Nemandi getur tekin eina einingu og látið það duga eða skráð sig í 5 einingar og lokið prófi að 15 dögum liðnum, ef hann þess óskar. Fullkomið frelsi.
Þegar einni einingu lýkur er hægt að skrá sig í þá næstu og svo koll af kolli.
Þannig getur nemandi lokið fjórum til fimm (5 eininga) áföngum á 10 – 14 vikum, í stað 18 vikna eins og tíðkast í hefðbundnu staðnámi. Nemandi getur jafnframt nýtt sumarið til náms og lokið náminu á tveimur árum.
Undanfarareglur
Skólinn er að bjóða upp á námsþjónustu. Nemendur kaupa sér einingu úr þeim námsþætti sem þeim hentar.
Skólinn býður jafnframt upp á heilsteypt nám í stærðfræði. Nemendum á þeirri vegferð, ber að virða undanfarareglur.
Nemendur geta safnað einingum (námsþáttum) og myndað einn áfanga. Flestir áfangar skólans eru 5 einingar. Mikilvægt er að skoða vel alla undanfara. Dæmi: t.d. í STÆ2B05 er mikilvægt að byrja á vigrum.
Hver metur undanfara?
Nemendum er boðið að kaupa hverja þá námseiningu sem þeim hentar. Hins vegar þarf nemandi að hafa samband við skólann eða kennarann þegar raða á námseiningum saman.
Fyrirkomulag prófa
Nemendur vinna sjálfstæð verkefni, sem telja til eininga. Nemendur skipuleggja sjálfir áfangaval sitt, að því marki sem framboð og undanfarareglur leyfa. Ef nemandi ætlar að setja saman áfanga úr 5 einingum þá þarf nemandinn að mæta í eitt lokapróf úr öllu námsefninu. Í ákveðnum tilvikum verður unnt að þreyta lokapróf í heimabyggð nemenda, hvar sem er í heimi.
Lokapróf fer yfirleitt ekki fram í gegnum tölvuna.
Vægi prófsins er oftast 50% á móti 5 heimaverkefnum.
Til að standast áfangann þarf nemandi að ná 4,5 í einkunn á prófinu áður en verkefnin eru metin til einkunnar.
Hér á finna nákvæmari upplýsingar um prófafyrirkomulag.
Hlutverk kennara
Hlutverk kennara Nýju Akademíunnar mun verða að hanna námið fyrir nemendurna og leiðbeina þeim í gegnum það. Öflugasta námsgagnið er tölvan, en kaup á kennslubókum eru engu að síður nauðsyn í ákveðnum áföngum. Önnur námsgögn skapa kennarar eftir því sem þörf krefur. Kennarinn er í hlutverki leiðbeinandans sem felst í því, að vísa veginn í átt til frekari skilnings og tryggja bestu aðstæður til þess að frekara nám eigi sér stað.
Kennslukerfið er hugsað sem skóli í netheimum, þar sem hver áfangi á sér samastað. Námið er að mestu sjálfsnám sem kallar á mikinn sjálfsaga. Nemendur komast í tengsl við kennara áfangans og samnemendur inni í MOODLE kennslukerfinu. Þar verða vistuð ýmis námsgögn s.s. námsáætlun, námsefni, verkefni o.fl.
Inntak námsins
Hér er hægt að nálgast nákvæmar lýsingar á inntaki hverrar námseiningar og hvers áfanga.
Um leið og nemandi skráir sig í einingu fær hann aðgang að heimasíðu námsefnisins og þar má finna kennsluáætlun sem leiðir nemandann, skref fyrir skref í gegnum námið.
Fari svo að nemandi hrífist af þessari nálgun námsins, þá getur hann valið að ljúka Opnu stúdentsprófi á viðurkenndri námsbraut Nýju Akademíunnar (O-braut).
Stúdentsnám á þriðja þrepi er breiður 100 fein kjarni. Nemendur velja síðan aðrar 100 fein úr öllu námsframboði skólans eða sækja um mat á öðru námi. Samtals gera þetta 200 fein.
Svona gengur námið fyrir sig:
Námið fer fram á Moodle námsvefnum og námskeið sem er ein eining, á ekki að taka lengri tíma en 18 til 20 klst.
Nemendur byrja á hlusta á kynningarmyndband.
Nemendur kynna sér kennsluáætlunina. Kennsluáætlunin leiðir nemandann skref fyrir skref í gegnum námið. Gott er að prenta hana út.
Nemendur skoða námsumhverfið (Moodle síðuna) til að fá yfirsýn yfir námið.
Nemendur skoða kennsluefnið sem er í boði eða kaupa kennslubók, ef þess þarf.
Nemendur byrjar að vinna. Fyrst hlustar nemandinn á sýnikennsluna og síðan reiknar nemandinn svipuð dæmi. Ef nemandi lendir í vandræðum þá getur hann opnað myndband sem útskýrir hvernig dæmið er reiknað. Öll dæmin eru útskýrð á kennslumyndböndum. Nemendur geta spilað myndböndin þegar þeim hentar og á þeim hraða sem þeim sýnist.
Nemendur reyna á kunnáttu sína með því að leysa verkefni. Nemendur fá alltaf endurgjöf þegar búið er að skila inn verkefninu.
Nemendur fá fjölmörg sýnishorn af prófum úr námsþættinum.
Nemendur hafa aðgang að námskeiðinu í 18 vikur. Eftir það lokast aðgangurinn að námsvefnum.
Uppröðun námsins
Skylduáfangar – brautarkjarni 100 fein
Íslenska (ÍSLE) 20 einingar:
2A05, 2B05, 3A05, 3B05
Stærðfræði (STÆR) 15 einingar:
2A05, 2B05, 3A05
Enska (ENSK) 20 einingar:
2A05, 2B05, 3A05, 3B05
Danska (DANS) 10 einingar:
2A05, 2B05
Upplýsingatækni (TÖLV) 5 einingar:
1A05
Umhverfisfræði (UMFR) 5 einingar:
2A05
Lífsleikni (LÍKN) 5 einingar:
1A05
Íþróttir/lýðheilsa (LÍKA) 5 einingar:
1A02, 1B02, 1C01
Spænska eða þýska eða franska (SPÆN, ÞÝSK, FRAN) 15 einingar:
1A05, 1B05, 1C05
SAMTALS100 fein
þ.e. 30 fein á 1. þrepi, 45 fein á öðru þrepi og 25 fein á þriðja þrepi.
Stefni nemandi á stúdentspróf (100 einingar í kjarna og 100 einingar úr valáföngum) ber að hafa í huga við allt val að einungis er heimilt að hafa u.þ.b. 33% að hámarki af einingum á fyrsta þrepi. Einingar á öðru þrepi skulu skilgreindar sem lágmark 33% og hámark 50%. Einingar á þriðja þrepi þurfa að vera á bilinu 17% til 33% námsins. Engin skilyrði eru að nemendur taki áfanga á fjórða þrepi.
100 valeiningar úr raungreinum
100 valeiningar úr iðnnámi
100 valeiningar í forritun
100 einingar í upplýsingatækni
# Efst á baugi
Fréttir
Vinna við gerð námskeiða gengur vel. Búast má við að sjá fyrstu námskeiðin í lok febrúar 2021.