#Námslýsingar
Inntak námsins
Námið byggir á hugmyndum Díönu Laurillard um sex tegundir náms. Námstegundirnar sex eru: tileinkun (e. Acquisition), könnun/rannsókn (e. inquiry/investigation), umræður (e. discussion), æfing (e. practice), samvinna (e. collaboration) og framleiðsla (e. production).
Titill
Inntökuskilyrði / undanfarar
Lýsing og lærdómsviðmið (þekking, leikni og hæfni)
Stærðfræði á fyrsta þrepi.
Reiknireglur – ein eining
Þetta námsefni er hannað fyrir nemendur sem ekki hafa nægjanlegan undirbúning til þess að hefja nám á öðru þrepi í framhaldsskóla. Þetta námsefni er jafnframt fyrir nemendur í fornámi í stærðfræði.
Námsefnið er undanfari STÆR 2A05 og 2C05.
Tileyrir áfanga STÆR1A05.
Viðfangsefnið í þessari einingu talnareikningur. Farið er yfir röð aðgerða, formerki talna, frumreglur reiknings, töluna núll, margföldun tveggja neikvæðra talna, margföldun brota og samlagningu brota.
Stærðfræði á fyrsta þrepi.
Liðastærðir – ein eining
Þetta námsefni er hannað fyrir nemendur sem ekki hafa nægjanlegan undirbúning til þess að hefja nám á öðru þrepi í framhaldsskóla. Þetta námsefni er jafnframt fyrir nemendur í fornámi í stærðfræði.
Námsefnið er undanfari STÆR 2A05 og 2C05.
Tileyrir áfanga STÆR1A05.
Viðfangsefnið í þessari einingu eru liðastærðir, samlagning liðastærða og margföldun liðastærða.
Stærðfræði á fyrsta þrepi.
Þáttun – ein eining
Þetta námsefni er hannað fyrir nemendur sem ekki hafa nægjanlegan undirbúning til þess að hefja nám á öðru þrepi í framhaldsskóla. Þetta námsefni er jafnframt fyrir nemendur í fornámi í stærðfræði.
Námsefnið er undanfari STÆR 2A05 og 2C05.
Tileyrir áfanga STÆR1A05.
Viðfangsefnið í þessari einingu er þáttun, þáttun út fyrir sviga, þáttun með samokareglunni og þáttun með ágiskunarreglunni.
Stærðfræði á fyrsta þrepi.
Algebrubrot – ein eining
Þetta námsefni er hannað fyrir nemendur sem ekki hafa nægjanlegan undirbúning til þess að hefja nám á öðru þrepi í framhaldsskóla. Þetta námsefni er jafnframt fyrir nemendur í fornámi í stærðfræði.
Námsefnið er undanfari STÆR 2A05 og 2C05.
Tileyrir áfanga STÆR1A05.
Viðfangsefnið í þessari einingu er stytting algebrubrota og samlagning algebrubrota.
Stærðfræði á fyrsta þrepi.
Jöfnur I – ein eining
Þetta námsefni er hannað fyrir nemendur sem ekki hafa nægjanlegan undirbúning til þess að hefja nám á öðru þrepi í framhaldsskóla. Þetta námsefni er jafnframt fyrir nemendur í fornámi í stærðfræði.
Námsefnið er undanfari STÆR 2A05 og 2C05.
Tileyrir áfanga STÆR1A05.
Viðfangsefnið í þessari einingu eru jöfnur með einni óþekktri stærð, jöfnur með brotum, að margfalda í kross o gjönfur með tveimur óþekktum stærðum.
Stærðfræði á fyrsta þrepi.
Hlutföll og prósentur – ein eining
Þetta námsefni er hannað fyrir nemendur sem ekki hafa nægjanlegan undirbúning til þess að hefja nám á öðru þrepi í framhaldsskóla. Þetta námsefni er jafnframt fyrir nemendur í fornámi í stærðfræði.
Námsefnið er undanfari STÆR 2A05 og 2C05.
Tileyrir áfanga STÆR1A05.
Viðfangsefnið í þessari einingu er almennur prósentureikningur. Farið er yfir hlutföll og hlutfallajöfnur, prósentureikning, vaxtareikning, framtíðarvirði og núvirði.
Stærðfræði á fyrsta þrepi.
Hnitareikningur – ein eining
Þetta námsefni er hannað fyrir nemendur sem ekki hafa nægjanlegan undirbúning til þess að hefja nám á öðru þrepi í framhaldsskóla. Þetta námsefni er jafnframt fyrir nemendur í fornámi í stærðfræði.
Námsefnið er undanfari STÆR 2A05 og 2C05.
Tileyrir áfanga STÆR1A05.
Viðfangsefnið í þessari einingu er tvívítt hnitakerfi, fjarlægð milli tveggja punkta, miðpunktur striks, hallatala beinnar línu, jafna beinnar línu, punkthallajafna línu, skurðhallajafna línu, láréttar og lóðréttar línur, samsíða og hornréttar línur og skurðpunktur tveggja lína
Stærðfræði á öðru þrepi.
Veldi og rætur – ein eining
Inntökuskilyrði er grunnskólapróf.
Hentar vel áhugasömum nemendum í 10. bekk grunnskóla.
Námsefnið er undanfari STÆR 2B05 og 2C05.
Tileyrir áfanga STÆR2A05.
Viðfangsefnið í þessari einingu er velda- og rótarreikningur. Farið verður yfir heil veldi, rætur og brotin veldi.
Stærðfræði á öðru þrepi.
Mengi – ein eining
Inntökuskilyrði er grunnskólapróf.
Hentar vel áhugasömum nemendum í 10. bekk grunnskóla.
Námsefnið er undanfari STÆR 2B05 og 2C05.
Tileyrir áfanga STÆR2A05.
Viðfangsefnið í þessari einingu er skilgreining á hugtakinu mengi. Kynnt verður táknmál mengjafræðinnar, talnamengi og ýmsar mengjaaðgerðir.
Stærðfræði á öðru þrepi.
Horn og þríhyrningar – ein eining
Inntökuskilyrði er grunnskólapróf.
Hentar vel áhugasömum nemendum í 10. bekk grunnskóla.
Námsefnið er undanfari einingarinnar Flatarmál og ummál og áfangans STÆR 2B05.
Valáfangi
Viðfangsefnið í þessari einingu eru skilgreining á frumhugtökum flatarmálsfræðinnar. Farið er yfir ýmis hornapör, rétt horn og einslæg horn. Kynntir verða þrenns konar þríhyrningar. Fjallað verður um hornasummu þríhyrninga, hornasummu n-hyrninga, hæð, helmingalínu, miðlínu, jafnarma og jafnhliða þríhyrninga og að lokum reglu Pýþagórasar og einslaga þríhyrninga.
Stærðfræði á öðru þrepi.
Flatarmál og ummál – ein eining
Inntökuskilyrði er grunnskólapróf og einingin horn og þríhyrningar.
Hentar vel áhugasömum nemendum í 10. bekk grunnskóla.
Námsefnið er undanfari einingarinnar Hringir og horn ásamt STÆR 2B05.
Valáfangi
Viðfangsefnið í þessari einingu eru skilgreiningar á flatarmálseiningum og metrakerfinu. Farið er í flatarmál og ummál rétthyrnings, samsíðungs, þríhyrnings, trapisu og hrings.
Stærðfræði á öðru þrepi.
Hringir og horn við þá – ein eining
Inntökuskilyrði er grunnskólapróf og einingarnar Horn og þríhyrningar og Flatarmál og ummál.
Hentar vel áhugasömum nemendum í 10. bekk grunnskóla.
Námsefnið er undanfari einingarinnar Rúmmál og yfirborð ásamt STÆR 2B05.
Valáfangi
Viðfangsefnið í þessari einingu er sögulegur inngangur um horn og horn við þá. Farið er yfir miðhorn og ferilhorn, horn við snertil, innanvert horn og utanvert horn, flatarmál geira og flatarmál sneiðar.
Stærðfræði á öðru þrepi.
Rúmmál og yfirborð – ein eining
Inntökuskilyrði er grunnskólapróf og einingin Horn og þríhyrningar, Flatarmál og ummál og Hringir og horn við þá.
Hentar vel áhugasömum nemendum í 10. bekk grunnskóla.
Námsefnið er undanfari einingarinnar Teikning flatarmynda ásamt STÆR 2B05.
Valáfangi
Viðfangsefnið í þessari einingu eru skilgreiningar á rúmmálseiningum. Farið er yfir rúmmál og yfirborð kassa, pýramída, sívalnings, keilu og kúlu.
Stærðfræði á öðru þrepi.
Teikning flatarmynda – ein eining
Inntökuskilyrði er grunnskólapróf og einingarnar: horn og þríhyrningar, flatarmál og ummál, hringir og horn við þá og rúmmál og yfirborð.
Hentar vel áhugasömum nemendum í 10. bekk grunnskóla.
Námsefnið er undanfari STÆR 2B05.
Viðfangsefnið í þessari einingu er aðferðafræðin og vinnureglurnar varðandi teikningar á flatarmyndum. Byrjað er á því að skoða teikningar grunnhluta sem teikning þríhyrninga byggir á. Að lokum er farið yfir teikningar á þríhyrningum.
Stærðfræði á öðru þrepi.
Bókstafareikningur (algebra) – tvær einingar
Inntökuskilyrði er grunnskólapróf.
Hentar vel áhugasömum nemendum í 10. bekk grunnskóla.
Námsefnið er undanfari námsins Jöfnur ásamt STÆR 2B05.
Efni er metið sem tvær einingar vegna umfangs.
Viðfangsefnið í þessari einingu er einföldun algebrustærða, margföldun liðastærða, þáttun liðastærða, þáttun með samokareglunni, ágiskunarreglan, þáttun og stytting algebrubrota og samlagning algebrubrota.
Stærðfræði á öðru þrepi.
Jöfnur- ein eining
Inntökuskilyrði er grunnskólapróf og námsþátturinn bókstafareikningur.
Hentar vel áhugasömum nemendum í 10. bekk grunnskóla.
Námsefnið er undanfari námsins Annars stigs jöfnur ásamt STÆR 2B05.
Viðfangsefnið í þessari einingu er: jöfnur með einni óþekktri stærð, jöfnur með heilum tölum, jöfnur með brotum, að margfalda í kross, lotubundin tugabrot, stafajöfnur, jöfnur með tveimur óþekktum stærðum (jöfnuhneppi) og óuppsettar jöfnur.
Stærðfræði á öðru þrepi.
Ójöfnur, færslur og algildi – ein eining
Inntökuskilyrði er grunnskólapróf og námsþátturinn bókstafareikningur.
Hentar vel áhugasömum nemendum í 10. bekk grunnskóla.
Námsefnið er undanfari námsins Annars stigs jöfnur ásamt STÆR 2B05.
Viðfangsefnið í þessari einingu er: ójöfnur, lausn ójafna, samsettar ójöfnur, færslur, algildi, algildisjöfnur og ójöfnur og meðalfrávik.
Stærðfræði á öðru þrepi.
Annars stigs jöfnur- ein eining
Inntökuskilyrði er grunnskólapróf og námsþátturinn bókstafareikningur og jöfnur.
Hentar vel áhugasömum nemendum í 10. bekk grunnskóla.
Námsefnið er undanfari námþáttarins Fleygbogar og áfangans STÆR 2B05.
Viðfangsefnið í þessari einingu er lausn annars stigs jöfnu. Kynntar verða einfaldar gerðir af annars stigs jöfnum. Farið verður í aðferðina að fylla í ferninginn. Annars stigs formúla er kynnt ásamt dulbúnum jöfnum og rótarjöfnum.
Stærðfræði á öðru þrepi.
Fleygbogar og hagnýt dæmi – ein eining
Inntökuskilyrði er grunnskólapróf og námsþátturinn annars stigs jöfnur.
Hentar vel áhugasömum nemendum í 10. bekk grunnskóla.
Námsefnið er undanfari áfangans STÆR 2B05.
Kynnt verður keilusnið sem kallast fleygbogi. Farið verður yfir skurðpunkta við x-ás, samhverfuásinn, botn- og topppunkt fleygboga, skurðpunkt við y-ás og aukapunkta. Farið verður í hliðrun fleygboga, annars stigs jöfnur á forminu y = a(x-p)2 + q, skurðpunkta línu og fleygboga ásamt hagnýt dæmi.
Stærðfræði á öðru þrepi.
Margliður – ein eining
Inntökuskilyrði er grunnskólapróf og námsþátturinn annars stigs jöfnur og fleygbogar.
Hentar vel áhugasömum nemendum í 10. bekk grunnskóla.
Námsefnið er undanfari áfangans STÆR 2B05.
Viðfangsefnið er skilgreining á margliðum. Farið er yfir samlagningu, frádrátt og margföldun margliða, margliðudeilingu, leifaregluna, þáttunarregluna, heiltöluregluna og útvíkkun á heiltölureglunni.
Stærðfræði á öðru þrepi.
Hornafræði rétthyrndra þríhyrninga – ein eining
Inntökuskilyrði er grunnskólapróf og skilningur á algebru og jöfnum.
Hentar vel áhugasömum nemendum í 10. bekk grunnskóla.
Námsefnið er mikilvægur undanfari áfangans STÆR 2B05.
Viðfangsefnið er sinus, cosinus og tangens. Farið er vel yfir sérstaka rétthyrnda þríhyrninga og hornafræði þeirra.
Stærðfræði á öðru þrepi.
Tölfræði 2A
Inntökuskilyrði er grunnskólapróf og TÖLV1A05 eða grunnþekking í excel.
Hentar vel áhugasömum nemendum í 10. bekk grunnskóla.
Námsefnið er undanfari Tölfræði 1B og STÆR 3T05.
Tileyrir áfanga STÆR2T05.
Vegna umfangs er námsefnið metið 2 einingar.
Viðfangsefnið í þessari einingu fjallar um undirstöðuatriði tölfræðinnar s.s. talnasöfn, tíðnitöflur, margvísleg myndrit, miðsækni og dreifingu.
Stærðfræði á öðru þrepi.
Tölfræði 2B
Inntökuskilyrði er grunnskólapróf og TÖLV1A05 eða grunnþekking í excel ásamt Tölfræði 1A.
Hentar vel áhugasömum nemendum í 10. bekk grunnskóla.
Námsefnið er undanfari Tölfræði 1C og STÆR 3T05.
Tileyrir áfanga STÆR2T05.
Viðfangsefnið í þessari einingu eru fylgniútreikningar og aðhvarfsgreining.
Stærðfræði á öðru þrepi.
Tölfræði 2C
Inntökuskilyrði er grunnskólapróf og TÖLV1A05 eða grunnþekking í excel ásamt Tölfræði 1A og 1B.
Hentar vel áhugasömum nemendum í 10. bekk grunnskóla.
Námsefnið er undanfari Tölfræði 1D og STÆR 3T05.
Tileyrir áfanga STÆR2T05.
Viðfangsefnið í þessari einingu eru undirstöðuatriði talninga- og líkindafræðinnar.
Stærðfræði á öðru þrepi.
Tölfræði 2D
Inntökuskilyrði er grunnskólapróf og TÖLV1A05 eða grunnþekking í excel ásamt Tölfræði 1A, 1B og 1C.
Hentar vel áhugasömum nemendum í 10. bekk grunnskóla.
Námsefnið er undanfari Tölfræði 2A og STÆR 3T05.
Tileyrir áfanga STÆR2T05.
Viðfangsefni þessarar einingar er tvíkostadreifingin.
Stærðfræði á öðru þrepi.
Vigrar
Inntökuskilyrði er STÆR2A05 eða STÆR2B03.
Námsefnið er undanfari STÆR 3D05 og STÆR 3H05.
Tileyrir áfanga STÆR2B05.
Viðfangsefnið í þessari einingu er skilgreining á vigrum í sléttum fleti og helstu eiginleikar þeirra s.s. hnitum, lengd og miðpunkti, samlagningu vigra, innfeldi vigra, samsíða vigrum, hornréttum vigrum og horni milli vigra.
Stærðfræði á öðru þrepi.
Hornaföll II
Inntökuskilyrði er STÆR2A05 eða STÆR2B03 og þekking á vigrum.
Námsefnið er undanfari STÆR 3D05 og STÆR 3H05.
Tileyrir áfanga STÆR2B05.
Vegna umfangs þá er námsefnið metið 2 einingar.
Viðfangsefnið í þessari einingu er skilgreining á hornaföllum, umritunarreglum þeirra og gröfum. Kynntar verða reglur um stefnuhorn, horn á milli vigra, gráður og bogaeiningar, lotubundin föll, einingahringinn, umritunarreglur, hornafallareglur fyrir stór horna og samlagningarreglur.
Stærðfræði á öðru þrepi.
Þríhyrningar
Inntökuskilyrði er STÆR2A05 eða STÆR2B03 ásamt þekkingu á vigrum og hornaföllum.
Námsefnið er undanfari STÆR 3D05 og STÆR 3H05.
Tileyrir áfanga STÆR2B05.
Viðfangsefnið í þessari einingu er skilgreining á þríhyrningum. Kynntar verða reglur um hvernig flatarmál þríhyrninga er fundið með vigrum og hornaföllum. Farið verður í sínusregluna og aðra sínusreglu, ásamt kósínusreglu.
Stærðfræði á öðru þrepi.
Ákveður
Inntökuskilyrði er STÆR2A05 eða STÆR2B03. Þekking á vigrum, hornaföllum og þríhyrningum er nauðsynleg.
Námsefnið er undanfari STÆR 3D05 og STÆR 3H05.
Tileyrir áfanga STÆR2B05.
Viðfangsefnið í þessari einingu er skilgreining á ákveðum. Flatarmál þríhyrninga fundið með ákveðum. Að lokum er kynnt hvernig jöfnuhneppi og vigrar eru leyst með ákveðum.
Stærðfræði á öðru þrepi.
Hringir og stikun
Inntökuskilyrði er STÆR2A05 eða STÆR2B03. Undanfari eru vigrar, hornaföll, þríhyrningar og ákveður.
Námsefnið er undanfari STÆR 3D05 og STÆR 3H05.
Tileyrir áfanga STÆ2B05.
Viðfangsefnið í þessari einingu er tvíþætt. Annars vegar skilgreining á hring, almennri jöfnu hrings og skurðpunktum. Hins vegar er farið í stikun hrings, almenna jöfnu línu og stikun línu. Að lokum er kynnt til sögunnar fjarlægð punkts frá línu.
Stærðfræði á öðru þrepi.
Rökfræði I
Inntökuskilyrði er grunnskólapróf.
Námsefnið er undanfari STÆR 3A05.
Tileyrir áfanga STÆ2B05.
Viðfangsefnið í þessari einingu er kynning á undirstöðuatriðum rökfræðinnar og rökaðgerða.
Stærðfræði á öðru þrepi.
Undirstöðuatriði fallafræðinnar
Inntökuskilyrði er grunnskólapróf. Undanfari eru skilningur á róta- og veldareglum algebru, jöfnum og fleygbogum.
Námsefnið er undanfari STÆR 3D05 og STÆR 3H05.
Tileyrir áfanga STÆ2A05.
Viðfangsefnið í þessari einingu er almenn skilgreining á föllum. Farið er yfir hvað telst vera fall og hvað ekki. Ferlar falla eru skoðaðir s.s ferill beinnar línu, fleygboga, þriðja stigs falls, rótarfalls og breiðbogafalls. Kennt verður að búa til gildistöflur og teikna föll.
Stærðfræði á þriðja þrepi.
Fallafræði 3A
Inntökuskilyrði er STÆR2B05.
Námsefnið er undanfari STÆR 3B05.
Tileyrir áfanga STÆR3A05.
Vegna umfangs þá er námsefnið metið 2 einingar.
Viðfangsefnið í þessari einingu er skilgreining á föllum, vörpun, fastapunktum falla, átækum, eintækum og gagntækum föllum. Kynnt verður hliðrun falla, takmörkuð föll, einhalla föll og jöfn og ójöfn föll ásamt samhverfum ferlum, samsettum föllum og andhverfum falla.
Stærðfræði á þriðja þrepi.
Fallafræði 3B
Inntökuskilyrði er STÆR2B05 og fallafræði 3A.
Námsefnið er undanfari STÆR 3B05.
Tileyrir áfanga STÆR3A05.
Viðfangsefnið í þessari einingu eru skilgreiningar á veldisföllum, rótarföllum margliðuföllum, vísisföllum, ræðum föllum, lausnum ræðra falla og algildisföllum. Jafnframt verða lograr kynntir ásamt lograföllum.
Stærðfræði á þriðja þrepi.
Markgildi
Inntökuskilyrði er STÆR2B05 ásamt fallafræði 3A og 3B.
Námsefnið er undanfari STÆR 3B05.
Tileyrir áfanga STÆR3A05
Þessi eining fjallar almennt um markgildi. Farið er yfir samfelldni, einhliða markgildi, óendanleg markgildi og helstu tegundir aðfalla.
Stærðfræði á þriðja þrepi.
Diffrun (deildun)
Inntökuskilyrði er STÆR2B05 og þekking á fallafræði og markgildum.
Námsefnið er undanfari STÆR 3B05.
Tileyrir áfanga STÆR3A05
Fjallað er um diffrun (deildun) í sögulegu samhengi og unnin eru hagnýt verkefni sem leysa má með diffur/deildarreikningi. Áhersla er lögð á að nemendur fái góða innsýn í diffur-/deildarreikning. Helstu efnisþættir eru: afleiða og snertill, diffurkvóti, diffurreglur, afleiður hornafalla og afleiður logra- og vísisfalla.
Stærðfræði á þriðja þrepi.
Tölfræði 3A
Inntökuskilyrði er STÆR2T05 (þ.e. tölfræði 2A, 2B, 2C og 2D)
Námsefnið er undanfari tölfræði 3B og STÆR 4T05.
Tileyrir áfanga STÆR3T05.
Valáfangi í flestum framhaldsskólum.
Í þessari einingu er fjallað um normaldreifinguna og Z-gildi (þ.e.a.s. stöðlun normaldreifingar í talnasafni).
Stærðfræði á þriðja þrepi.
Tölfræði 3B
Inntökuskilyrði er STÆR2T05 og tölfræði 3A.
Námsefnið er undanfari tölfræði 3C og STÆR 4T05.
Tileyrir áfanga STÆR3T05.
Valáfangi í flestum framhaldsskólum.
Í þessari einingu er fjallað um öryggisbil, efri og neðri mörk, skekkjulið, lengd bils, tilgátur og tilgátuprófanir.
Stærðfræði á þriðja þrepi.
Tölfræði 3C
Inntökuskilyrði er STÆR2T05 og tölfræði 3A og 3B
Námsefnið er undanfari tölfræði 3D og STÆR 4T05.
Tileyrir áfanga STÆR3T05.
Valáfangi í flestum framhaldsskólum.
Þessi eining kynnir Kí-kvaðrat marktækniprófið.
Recent Comments